Innlent

Yfirlið bætist við óútskýrðar blæðingar úr augum og eyrum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mæðgurnar eru ráðþrota yfir veikindum Heklu.
Mæðgurnar eru ráðþrota yfir veikindum Heklu.
Ástand fimmtán ára dalvískrar stúlku, sem glímir við að reglulega blæðir úr augum, nefi og eyrum, auk annarra kvilla, hefur ekki batnað síðustu tvo mánuði. Móðir stúlkunnar er langþreytt á ástandinu.

Sagt var frá máli Heklu Rúnar Árskóg í upphafi þessa árs. Auk blæðinganna fær Hekla tíð uppköst. Þá fylgja talsverðir verkir veikindunum. Lilja Bára Kristjánsdóttir, móðir stúlkunnar, er ráðþrota.

Sjá einnig: Móðir á Dalvík ráðþrota vegna veikinda dóttur sinnar: „Hún er alveg að gefast upp“



„Þetta hefur versnað ef eitthvað er. Auk blæðinganna líður nú yfir hana minnst annan hvern dag,“ segir Lilja Bára. Hún segir að það gangi hægt að fá aðstoð lækna. „Ég hef beðið nú eftir símtali frá lækni í um tvær vikur eftir að hafa beðið eftir símtali frá öðrum lækni í rúmar þrjár.“

Mál Heklu vakti talsverða athygli þegar sagt var frá því. Lilja segir að margir hafi haft samband við hana vegna málsins en enginn þeirra hafi verið heilbrigðisstarfsmaður. Hún segir að það komi til greina að skoða meðferðir erlendis.

Hún bætir við að hún muni að sjálfsögðu halda áfram að leita lifandi ljósi að lækningu handa dóttur sinni. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×