Innlent

Yfirlæknir Blóðbankans: Öryggi sjúklinga þarf alltaf að vera í fyrirrúmi

Vaka Hafþórsdóttir skrifar
Heilbrigðisráðherra vill að leitað verði leiða til að breyta reglum svo að samkynhneigðum karlmönnum verði heimilt að gefa blóð. Þetta kemur fram í svari hans við skriflegri fyrirspurn um málið en þar segir jafnframt að öryggi blóðþega skuli alltaf haft í fyrirrúmi og að ekki verði gerðar breytingar á reglum um blóðgjöf nema að vel ígrunduðu máli.

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, telur að stíga þurfi varlega til jarðar við slíka ákvarðanatöku. Þá telur Sveinn að varast beri þá umræðu að einstaklingar eigi rétt á að gefa blóð.

„Við ættum frekar að fókusera á þann skilyrðislausa rétt blóðþegnanna að við notum vandaðar aðferðir við vinnu í blóðbankanum en einnig við ákvarðanatekt hjá opinuberum aðilum, þannig að öryggi sjúklinga sé í fyrirrúmi.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×