Körfubolti

Yfirgefur Bird og semur við Jordan

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Lance Stephenson og LeBron James börðust í úrslitum austurdeildarinnar í ár.
Lance Stephenson og LeBron James börðust í úrslitum austurdeildarinnar í ár. Vísir/Getty
Skotbakvörðurinn Lance Stephenson ætlar ekki að semja aftur við Indiana Pacers heldur mun hann ganga í raðir Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta.

Þetta kemur fram á vef ESPN en Stephenson skrifaði undir samninginn snemma í morgun eftir fund með MichaelJordan, eiganda Hornets, framkvæmdastjóranum RichCho og þjálfaranum Steve Clifford í Las Vegas.

Stephenson fær 27 milljónir dala fyrir þrjú ár, en Indiana bauð honum fimm ára samning upp á 44 milljónir dala. Báðir samningarnir hljóða upp á níu milljónir dala á ári, en Stephenson fannst lítið varið í samningstilboð LarrysBirds og félaga hjá Indiana.

Þessi 23 ára gamli leikmaður skoraði 13,8 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð og, tók 7,2 fráköst og gaf 4,6 stoðsendingar.

Hann vakti mikla athygli í úrslitum austurdeildarinnar þegar hann reyndi að verjast LeBronJames með misjöfnum árangri. Þar hélt hann fyrir munninn á LeBron í einum leiknum og lét öllum illum látum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×