Erlent

Evrópudómstóllinn: Of feitir geta verið fatlaðir

Linda Blöndal skrifar
Offitu má túlka sem fötlun.
Offitu má túlka sem fötlun. Vísir/AFP
Evrópudómstóllinn úrskurðaði fyrr í dag að ffitta geti und­ir ákveðnum kring­um­stæðum verið fötl­un.

Málið hófst í Danmörku þar sem Karsten Kaltoft, manni sem stríðir við offitu og starfaði við barnagæslu hjá sveitarfélagi var sagt upp störfum. Kaltoft sem hefur ekki á starftíma sínum verið undir 160 kíló að þyngd taldi að hann hefði verið rekinn vegna offitu sinnar og verið mismunað vegna hennar.  

Í dómnum segir að þótt vinnulöggjöf í Evrópu útiloki ekki mismunun vegna offitu, líkt og á grundvelli kyns eða kynþáttar, þá eigi að túlka stöðu offitu sjúklinga á sama hátt og fatlaðra þegar offita hindri fólk í athöfnum sem aðrir geti sinnt.  Málið er nú hjá dönskum dómstólum sem þurfa nú að úrskurða hvort offitan hafi hamlað Kaltoft í líf og starfi líkt og fötlun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×