Innlent

Yfir þúsund vínveitingaleyfi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Flest vínveitingaleyfi eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, 433 talsins.
Flest vínveitingaleyfi eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, 433 talsins. vísir/vilhelm
Samtals eru í gildi 1.154 rekstrarleyfi sem heimila vínveitingar af einhverju tagi á landsvísu. Þetta kemur fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn Nichole Leigh Mosty, þingmanns Bjartrar framtíðar.

Flest vínveitingaleyfi eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, 433 talsins, og 185 leyfi eru í gildi á Suðurlandi. Fæst eru leyfin í Vestmannaeyjum, 21 leyfi, og á Suðurnesjum, 57 alls.

Auk staða með vínveitingaleyfi rekur ÁTVR fimmtíu verslanir víða um land.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×