Erlent

Yfir 76.000 manns féllu í Sýrlandi árið 2014

Stefán Árni Pálsson skrifar
Milljónir manna þurftu að flýja heimil sín, bæði í Sýrlandi og Írak, vegna ofsókna ISIS-liða.
Milljónir manna þurftu að flýja heimil sín, bæði í Sýrlandi og Írak, vegna ofsókna ISIS-liða. Vísir/AFP
Meira en 76.000 manns féllu átökunum í Sýrlandi á síðasta ári og mun þetta vera versta árið síðan stríð hófst þar í landi árið 2011.

Tæplega átján þúsund þeirra sem létust voru almennir borgara og þar af 3500 börn. Talið er að yfir tvö hundruð þúsund manns hafi látið lífið í átökum í Sýrlandi síðastliðin fjögur ár.

Í Írak féllu yfir 15.000 manns í stríðsátökum á árinu og er það versta árið síðan árið 2007.

Tilkoma ISIS-samtakanna hefur haft sín áhrif og mörg þúsund manns legið í valnum, ýmist eftir fjöldamorð liðsmanna ISIS eða í stríðátökum.

Hraðinn á stórsókn vígamanna samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær (ISIS) í Írak virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu.

Markmið ISIS er að stofna íslamskt ríki með sjaría-lögum. Samtökin hafa skipulagt hryðjuverk í Írak á undanförnum árum, en hafa barist við stjórnarherinn í Sýrlandi síðustu ár og halda þar stóru landsvæði við landamærin við Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×