Enski boltinn

Yaya Toure tekinn ölvaður undir stýri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Yaya kom inná í stöðunni 1-2 en gat ekki hjálpað sínum mönnum í gær.
Yaya kom inná í stöðunni 1-2 en gat ekki hjálpað sínum mönnum í gær. Vísir/Getty
Lögreglan í Manchester gaf það út að Yaya Toure, miðjumaður Manchester City hafi verið stöðvaður af lögreglu er hann keyrði bifreið sína undir áhrifum áfengis í síðustu viku.

Toure sem sneri aftur í lið Manchester City á dögunum eftir að hafa verið í skammarkróknum hjá Pep Guardiola kom inn af bekknum í 1-3 tapi gegn Chelsea í gær.

Sjá einnig:Fjögur mörk og tvö rauð í áttunda sigri Chelsea í röð | Sjáðu mörkin

Var hann stöðvaður af lögreglunni í Dagenham á mánudaginn síðastliðinn og var hann ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis daginn eftir. Þarf hann að mæta fyrir framan dóm þann 13. desember næstkomandi.

Þetta vekur athygli á Englandi þar sem Toure neitaði á sínum tíma kampavínsflösku í beinni útsendingu sem maður leiksins þegar hann sagðist ekki drekka áfengi vegna trúar sinnar.


Tengdar fréttir

Guardiola: Chelsea skapaði sér þrjú færi og nýtti þau öll

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var skiljanlega svekktur eftir 1-3 tap lærisveina hans gegn Chelsea á heimavelli í dag en eftir að hafa verið mun sterkari aðilinn framan af fór allt úrskeiðis hjá Manchester City í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×