Enski boltinn

Yaya Toure enn tæpur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yaya Toure er enn að glíma við meiðsli í nára og gæti misst af leik Manchester City gegn Sunderland á nýársdag.

Toure missti af leik City gegn Burnley um helgina eftir að hann meiddist á öðrum degi jóla. Manuel Pellegrini, stjóri City, sagði þó að Toure hefði þó mögulega getað spilað í leiknum.

„Toure hefði ekki getað spilað í 90 mínútur. Hann hefði getað spilað en það hefði verið áhættusamt,“ sagði Pellegrini en City varð af dýrmætum stigum í toppbaráttunni með því að gera 2-2 jafntefli gegn Burnley.

„Ég tel að þetta hafi verið rétt ákvörðun og við þurfum að sjá til hvort hann geti spilað gegn Sunderland. Það er stutt í leikinn og því gæti það ekki verið áhættunnar virði.“

Pellegrini sagði svipaða sögu af varnarmanninum Vincent Kompany. „Við verðum að sjá til þegar nær dregur. Hann er enn að glíma við meiðsli í kálfa.“


Tengdar fréttir

Áttundi deildarsigur City í röð

Það tók Manchester City aðeins rúman hálftíma að klára West Bromwich Albion á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Pellegrini er ósáttur að missa Toure í Afríkukeppnina

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ósáttur með að missa Yaya Touré í janúar og hluta af febrúar-mánuði þegar miðjumaðurinn sterki spilar með landsliði Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni.

Nýliðarnir náðu stigi gegn meisturunum

Nýliðar Burnley stöðvuðu sigurgöngu Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar liðin gerðu jafntefli 2-2 á Ethiad vellinum í Manchester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×