Enski boltinn

Yaya Toure áfram hjá City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Toure verðru áfram í herbúðum Manchester City.
Toure verðru áfram í herbúðum Manchester City. vísir/getty
Miðjumaðurinn Yaya Toure verður áfram í herbúðum Manchester City, en þetta staðfesti umboðsmaður hans Dimtri Seluk í samtali við Sky Sports fréttastofuna.

Inter Milan og önnur félög höfðu áhuga á að krækja í Fílbeinsstrendinginn, en City sagði að Yaya væri það mikilvægur liðinu að þeir vildu ekki að hann hyrfi á braut.

Toure er launahæsti leikmaður City með í kringum 220 þúsund pund á viku, en þessi fyrrum leikmaður Barcelona skrifaði undir fjögurra ára samning við City í apríl 2013.

Ítalska liðið, Inter Milan, var talinn líklegasti áfangastaður Toure, en þar myndi hann vinna á ný með Roberto Mancini sem er þar sttjóri í dag.

Yaya spilaði í 66. mínútur í 2-0 sigri City á Southampton í lokaumferðinni í gær. City endar í öðru sætinu, en þeir urðu meistarar í fyrra. Í ár enda þeir átta stigum á eftir toppliði Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×