Fótbolti

Xabi Alonso á leið til Bayern München

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Xabi Alonso hefur verið hjá Real undanfarin fimm ár.
Xabi Alonso hefur verið hjá Real undanfarin fimm ár. vísir/getty
Þýsku meistararnir í Bayern München tilkynntu nú í morgun að spænski miðjumaðurinn Xabi Alonso sé á leið til félagsins.

Bayern og Real Madrid hafa komist að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum sem gengst undir læknisskoðun hjá þýska liðinu í dag og mun í framhaldinu skrifa undir samning við Bæjara. Talið er að Bayern borgi tíu milljónir evra fyrir Alonso.

Alonso, sem er 32 ára gamall, tilkynnti það í gær að hann væri hættur að leika með spænska landsliðinu, en hann var í liðinu sem vann EM 2008 og 2012 og HM 2010.

Hann hefur leikið undanfarin fimm tímabil með Real Madrid en var þar áður á mála hjá Liverpool í önnur fimm ár.

Alonso vann Meistaradeildina með Liverpool og svo aftur með Real Madrid í vor, en þá hefur hann einu sinni unnið spænsku deildina, spænska bikarinn tvisvar og þann enska einu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×