Viðskipti innlent

Wow íhugar að hefja starfsemi í Dyflinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Skúli Mogensen er forstjóri WOW Air.
Skúli Mogensen er forstjóri WOW Air. vísir/vilhelm
Íslenska flugfélagið Wow Air íhugar að nota flugvöllinn í Dyflinni á Írlandi sem miðstöð fyrir útvíkkun starfsemi sinnar. Þetta er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra Wow Air, á vef írska miðilsins Irish Times.

Skúli er staddur á flugráðstefnu í Dyflinni en hann sagði sölu á farmiðum með félaginu til Los Angeles og San Francisco hafa farið langt fram úr væntingum.

Flugfélagið er með áætlunarferðir á milli 27 borga í Evrópu og Norður-Ameríku frá Reykjavík en Skúli sagði félagið í leit að annarri miðstöð til viðbótar til að nýta sem viðkomustað fyrir flug yfir Atlantshafið.

Hann staðfesti við Irish Times að írska borgin væri einn af þeim stöðum sem væri álitlegastur.

Skúli tók hins vegar fram að félagið yrði að sækja um leyfi til flugreksturs á Írlandi og þyrfti að taka það með í reikninginn.

Hann hvatti þá sem koma að rekstri vallarins í Dyflinni að halda farþegagjaldinu óbreyttu, ef það yrði hækkað myndi það gera út af við rekstrarfyrirkomulag hans. 


Tengdar fréttir

WOW air flýgur til Nice næsta sumar

WOW air hefur í dag sölu á flugi til Nice í Suður-Frakklandi, en um er að ræða þriðja áfangastað félagsins í Frakklandi þar WOW flýgur til Parísar allan ársins hring og til Lyon yfir sumartímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×