Viðskipti innlent

WOW bruggar bjór

Stefán Ó. Jónsson skrifar
WOW-bjórdósin er hönnuð af íslenskum listamanni.
WOW-bjórdósin er hönnuð af íslenskum listamanni. WOW
WOW air, í samstarfi við danska brugghúsið TO ØL, hefur gefið út bjór í tilefni íslensku bjórhátíðarinnar sem hefst í dag.

Hátíðin er haldin í tilefni af 29 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann.

Sjá einnig: Brugghúsin sýna sig og sjá aðra

Nú virðist íslenska flugfélagið ætla að blanda sér í bjórleikinn ef marka má frétt á vef AFP-relax. Þar er bjór WOW sagður vera fáanlegur á Kex, þar sem bjórhátíðin fer fram, til 24. febrúar sem og í nokkrum flugvélum félagsins, án þess að það sé útskýrt nánar.

Bjórinn er sagður vera nokkuð maltaður en að þó megi finna blómakeim af humlunum. Á bjórdósinni sjálfri má að sjálfsögðu sjá eina af vélum flugfélagsins, sem og hollenska málarann Vincent van Gogh. Dósin er hönnuð af íslenska listamanninum Odee og ber nafnið „Ég er í paradís.“

Íslenska bjórhátíðin fer fram á Kexi Hosteli og stendur fram á laugardag. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Hér má sjá verk Odee í heild sinni.

Tengdar fréttir

Brugghúsin sýna sig og sjá aðra

Í dag hefst hin árlega íslenska bjórhátíð á Kexi Hosteli sem Kex Brewing heldur. Hátíðin er haldin í tilefni af 29 ára






Fleiri fréttir

Sjá meira


×