Viðskipti innlent

WOW Air nælir sér í nýjar vélar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugfélagið mun fá þrjár nýjar farþegaþotur til viðbótar í flota sinn á næstu misserum.
Flugfélagið mun fá þrjár nýjar farþegaþotur til viðbótar í flota sinn á næstu misserum. Mynd/aðsend
WOW air hefur skrifað undir samning við bandarísku flugvélaleiguna Air Lease Corporation og mun flugfélagið fá þrjár nýjar farþegaþotur til viðbótar í flota sinn á næstu misserum.

Pöntunin hljóðar alls upp á fimm þotur en tvær af þessum þotum eru Airbus A320neo og Airbus A321neo.

Önnur þeirra verður afhent á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 og hin eftir áramót 2018. Viðhengið „NEO“ stendur fyrir „New Engine Option“ sem þýðir ný tegund hreyfla sem lækkar eldsneytisnotkun um 20% miðað við núverandi tækni segir í tilkynningu frá WOW air.

Hinar þrjár þoturnar eru einnig nýjar Airbus A321 vélar en ein þeirra, TF-GMA, var afhent núna í vikunni en TF-GPA mun afhendast í júlí. Næsta nýja Airbus A321 vél verður afhent í haust.

„Þessar nýju Airbus „NEO“ vélar eru sniðnar að okkar leiðarkerfi þar sem þær eru bæði langdrægari og sparneytnari munum við geta boðið upp á nýja áfangastaði ásamt því að halda áfram að lækka verðið enn frekar“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air en floti WOW air verður 15 flugvélar árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×