Golf

Woosnam og Love í heiðurshöllina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ian Woosnam.
Ian Woosnam. vísir/getty
Búið er að tilkynna hvaða fimm kylfingar verða teknir inn í heiðurshöll golfsins á næsta ári.

Þar ber hæst að þeir Ian Woosnam og Davis Love eru á leið í heiðurshöllina.

Walesverjinn Woosnam vann Masters-mótið árið 1991. Hann var einn af hinum „stóru fimm“ frá Evrópu sem allir voru fæddir á sömu 12 mánuðunum og allir unnu stórmót.

Hinir eru Seve Ballesteros, Nick Faldo, Bernhard Langer og Sandy Lyle. Woosnam var einnig fyrirliði Ryder-liðs Evrópu sem vann keppnina árið 2006.

Davis Love var fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins sem vann keppnina um daginn.

Hann vann PGA-meistaramótið árið 1997 og varð tvisvar í öðru sæti á Masters einu sinni á US Open.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×