Lífið

Woody Harrelson hættur að reykja gras eftir 30 ár

Stefán Árni Pálsson skrifar
Woody Harrelson leggur pípuna á hilluna.
Woody Harrelson leggur pípuna á hilluna.
Leikarinn góðkunni Woody Harrelson er hættur að reykja gras eða marijúana eins og margir þekkja það sem.

Harrelson hefur ekki reykt gras í um eitt ár en hann staðfestir það í samtali við Vulture. Hann segir að eftir 30 ár sé kominn tími til að hætta að reykja og djamma svona stíft.

„Dópið gerði mig tilfinningalega fjarverandi,“ en segir samt sem áður að hann hafi í raun ekkert slæmt að segja um grasið.

Woody Harrelson er 55 ára og segist hann enn drekka áfengi. Harrelson var handtekinn árið 1996 fyrir að rækta marijúana í Kentucky, en þá var hann að mótmæla lögum í ríkinu, að það skildi vera ólöglegt að rækta og reykja marijúana.

Hann hefur í gegnum árin verið harður baráttumaður fyrir lögleiðingu kannabis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×