Erlent

Windows 10 var tilkynnt í gær

Freyr Bjarnason skrifar
Satya Nadell, framkvæmdastjóri Microsoft, kynnir Windows fyrir indverskum nemendum.
Satya Nadell, framkvæmdastjóri Microsoft, kynnir Windows fyrir indverskum nemendum. Fréttablaðið/AP
Næsta útgáfa Windows-stýrikerfis tölvurisans Microsoft mun heita Windows 10.

Fyrirtækið ákvað að sleppa Windows 9 til að leggja áherslu á framfarir kerfisins þar sem aukin áhersla er á farsíma- og netþjónustu. Núverandi stýrikerfi Microsoft, Windows 8, hefur nokkuð verið gagnrýnt.

Til að bregðast við því hefur Microsoft til dæmis ákveðið að bjóða upp á svipaðan „start menu“ og var í Windows 7.

Hluti nýja stýrikerfisins var afhjúpaður í San Francisco í gær en það verður formlega gefið út um mitt næsta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×