Viðskipti erlent

Windows 10 kynnt til leiks: Endurvekja gömlu valmyndina

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Terry Myerson, framkvæmdastjóri stýrikerfa hjá Microsoft, kynnti sýnishorn af stýrikerfinu á fundi með fjölmiðlum í San Francisco í dag. Myndin er af Twitter-síðu Microsoft.
Terry Myerson, framkvæmdastjóri stýrikerfa hjá Microsoft, kynnti sýnishorn af stýrikerfinu á fundi með fjölmiðlum í San Francisco í dag. Myndin er af Twitter-síðu Microsoft. Mynd / Microsoft
Hugbúnaðarrisinn Microsoft kynnti sýnishorn af nýjustu útgáfu af Windows stýrikerfinu í dag. Kerfið, sem heitir einfaldlega Windows 10, kemur á markað síðari hluta árs 2015.

Kerfið þykir minna frekar á Windows 7 en Windows 8, sem er síðasta stóra útgáfa þess, og er eitt af markmiðunum með Windows 10 að fá notendur sem enn styðjast við Windows 7 til að uppfæra.

Fleiri eiginleikar kerfisins eiga eftir að koma í ljós en það er enn í þróun.

Þegar kerfið var kynnt kom fram að það eigi að vera fyrir allar gerðir tækja; bæði fyrir almenna neytendur og stærri fyrirtæki.

Horfið er frá ýmsum atriðum í Windows 8 sem fóru misvel í neytendur. Þar ber helst að nefna að gamla góða valmyndin, sem kalla má fram neðst í vinstra horni skjásins, snýr aftur í stað risastóru mósaík-valmyndarinnar sem er í Windows 8.

Microsoft hefur birt stutt kynningarmyndband þar sem farið er yfir sýnishornið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×