Enski boltinn

Wilshere verður frá í næstu leikjum vegna meiðsla

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jack Wilshere liggur meiddur eftir á laugardaginn.
Jack Wilshere liggur meiddur eftir á laugardaginn. vísir/getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, þarf að fara til ökklasérfræðings vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2-1 tapinu gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Wilshere haltraði af velli í seinni hálfleik eftir tæklingu frá Paddy McNair, miðverði Manchester United.

„Ég vil ekki tala um hversu slæm meiðslin eru því ég er ekki sérfræðingur í læknisfræðum. Fyrstu fréttir eru að hann verður frá í næstu leikjum. Til að vita hversu lengi hann verður frá þarf hann að hitta sérfræðing,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, á blaðamannafundi í dag.

Arsenal mætir Borussia Dortmund í fimmtu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld og West Brom í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×