Enski boltinn

Wilshere frá keppni í þrjá mánuði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jack Wilshere hefur verið mikið meiddur undanfarin misseri.
Jack Wilshere hefur verið mikið meiddur undanfarin misseri. vísir/getty
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, spilar ekkert með liðinu næstu þrjá mánuðina.

Wilshere meiddist á ökkla í leik gegn Manchester United um síðustu helgi eftir tæklingu frá Paddy McNair, miðverði United.

Enski landsliðsmaðurinn fór í aðgerð í dag og segir í fréttatilkynningu félagsins að hann verði frá þetta lengri.

Því miður fyrir þennan stórgóða leikmann þekkir hann það of vel að horfa á leiki Arsenal úr stúkunni, en hann hefur verið mikið meiddur undanfarin ár og einmitt átt í vandræðum með ökklana á sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×