Lífið

Willy Wonka vísinda og hönnunar

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Nelly Ben Hayoun - Súperstjarnan íklædd búningi International Space Orchestra.
Nelly Ben Hayoun - Súperstjarnan íklædd búningi International Space Orchestra. mynd/úr einkasafni
„Ég hlakka gríðarlega til,“ segir Nelly Ben Hayoun, súperstjarna í upplifunarhönnun, sem er eitt stærsta nafnið á ráðstefnunni You Are in Control sem hefst á mánudaginn. „Mig gæti ekki dreymt um betri stað til að heimsækja.“

Hayoun hefur verið kölluð „Willy Wonka vísinda og hönnunar“ en á ráðstefnunni mun hún sýna heimildarmynd sína um verkefnið International Space Orchestra. Þá fékk Hayoun hóp af leiðandi geimvísindamönnum til að flytja ýmis tónverk, meðal annars eftir Damon Albarn úr Blur og meistara Bobby Womack. „Myndin fjallar um ferlið við að hanna þessar öfgakenndu upplifanir fyrir almenning,“ segir Hayoun.

Hún mun líka sýna stiklu úr nýrri mynd sinni sem fjallar um verkefnið Disaster Playground. Verkefnið snýst í kringum geimvísindamennina sem fylgjast með smástirnum og breyta stefnu þeirra svo að þau skelli ekki á jörðinni. „Ég hef aldrei sýnt þetta efni áður og það verður einungis fyrir gesti ráðstefnunnar,“ segir Hayoun, sem notar frítíma sinn í að þjálfa sig sem geimfara. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×