Enski boltinn

Williamson neitar fyrir ásakanir Carver

Anton Ingi Leifsson skrifar
Williamson veit upp á sig skömmina.
Williamson veit upp á sig skömmina. vísir/getty
Mike Williamson, varnarmaður Newcastle, gefur lítið fyrir þau ummæli stjóra Newcastle, John Carver, að Williamson hafi reynt að fá viljandi rautt spjald í tapi liðsins gegn Leicester í gær.

Williamson fékk sitt síðara gula spjald þegar hann braut á Jamie Wardy fyrir utan völlinn og Carver sagði eftir leikinn að þetta hafi litið út eins og þetta hafi verið viljaverk hjá Mike.

„Það var ekki ásetningur minn að meiða Jamie eða að vera sendur í sturtu, en ég veit að ég hefði átt að vera yfirvegaðari þegar ég ætlaði að vinna boltann," sagði Williamson við fjölmiðla.

„Því miður þá gerði ég eitt sem ég vildi aldrei gera og það var að særa liðið mitt."

Williamson er á leið í tveggja leikja bann og missir af leikjum liðsins þegar WBA og QPR, en liðið er komið í bullandi botnbaráttu.

„Mig langar að nota tækifærið til að biðja stuðningsmenn Newcastle og samherja mína afsökunar á að vera rekinn útaf," sagði Williamson að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×