FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR NÝJAST 10:45

Lokađ fyrir umferđ í Kópavogi vegna veđurs

FRÉTTIR

Will Ferrell einn eigenda nýs MLS-liđs: „Ţetta er ekki grín“ | Myndband

 
Fótbolti
08:00 08. JANÚAR 2016
Will Ferrell kynnti nýjan jólasvein í viđtalsţćtti Jimmy Fallon í desember.
Will Ferrell kynnti nýjan jólasvein í viđtalsţćtti Jimmy Fallon í desember. VÍSIR/GETTY

Nýtt MLS-lið var formlega kynnt til leiks í gær en það er annað liðið í Los Angeles og heitir einfaldlega Los Angeles Football Club.

Einn eigenda liðsins er Will Ferrell, einn allra vinsælasti grínisti og leikari Bandaríkjanna. Hann er mikill áhugamaður um fótbolta og spilaði sjálfur á yngri árum.

„Þetta er ekki grín. Ég er í alvöru hluti af þessum eigendahóp. Ég hef aldrei átt hlut í neinu nema Toyota Camry '84 með bróður mínum,“ sagði Ferrell á blaðamannafundi í gær og uppskar vitaskuld hlátrasköll.

„Það er æðislegt að sjá hversu margir eru mættir og að stuðningsmannakjarni sé nú þegar að myndast. Sú staðreynd að hér sé fólk frá Palmdale er mjög gott. Ef við erum nú þegar búnir að teyja okkur til Palmdale erum við í góðum málum.“

Los Angeles FC hefur leik í MLS-deildinni 2018 en deildin er að stækka hratt þessi árin. Fyrir síðustu leiktíð voru tvö ný lið tekin inn og munu fleiri lið eins og í Atlanta og Miami bætast við á næstu misserum.

Ferrell er annar grínistinn sem á hlut í MLS-liði, en Drew Carey er einnig mikill fótboltaáhugamaður og á hlut í liði Seattle Sounders.

Ferrell sagði frá ást sinni á fótbolta á blaðamannafundinum í gær en öll fjölskylda hans spilar eða spilaði íþróttina.

„Ég byrjaði að spila fótbolta á hinum alræmdu strætum Irvine í Kaliforníu þegar ég var átta ára. Ég var fyrst í Spörkurunum, svo Bolabítunum og eftir það Blettatígrunum þannig ég hef spilað með frekar flottum liðum,“ sagði Ferrell kíminn.

„Synir mínir þrír spila allir fótbolta og konan mín gerði það líka. Fótbolti er risastór hluti af okkar lífi þannig ég er virkilega spenntur fyrir því að vera hérna í dag,“ sagði Will Ferrell.

Hér má sjá ræðu Will Ferrell í gær.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Will Ferrell einn eigenda nýs MLS-liđs: „Ţetta er ekki grín“ | Myndband
Fara efst