Erlent

Wilders hefur kosningabaráttuna með því að kalla Marokkómenn „úrhrök“

atli ísleifsson skrifar
Geert Wilders er leiðtogi popúlistaflokksins Frelsisflokksins sem berst harkalega gegn komu innflytjenda og Evrópusamvinnu.
Geert Wilders er leiðtogi popúlistaflokksins Frelsisflokksins sem berst harkalega gegn komu innflytjenda og Evrópusamvinnu. Vísir/afp
Hollenski popúlistinn Geert Wilders hefur hafið kosningabaráttu sína með því að kalla Marokkómenn „úrhrök“ og heita því að Holland verði „aftur okkar“.

Frelsisflokkur Wilders hefur jafnan mælst stærstur í skoðanakönnunum á síðustu mánuðum en kosningar fara fram í Hollandi þann 15. mars næstkomandi. Wilders hefur jafnframt lofað að banna múslimska innflytjendur og að láta loka moskum í landinu.

Hollensku þingkosningarnar eru af mörgum taldar geta gefið fyrirheit um það sem koma skal í öðrum kosningum í álfunni síðar á árinu. Frakkar munu til að mynda kjósa sér nýjan forseta í vor og Þjóðverjar nýtt þing í september.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um hollensku þingkosningarnar

Einungis tveir mánuðir eru síðan hann var dæmdur sekur um hatursummæli vegna loforðs hans um að fækka Marokkómönnum í Hollandi.

Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína í dag í Spijkenisse, einu helsta vígi Frelsisflokksins, skammt frá stórborginni Rotterdam.

„Það er mikið um marokkósk úrhrök í Hollandi sem gera göturnar óöruggar. Ef þú vilt ná landinu okkar aftur, gera Holland aftur að landi fyrir hollenska fólkið, þá er bara hægt að greiða atkvæði með einum flokki,“ sagði Wilders sem lagði þó áherslu á að allir Marokkómenn væri ekki „úrhrök“.

Árið 2011 voru 167 þúsund manns sem fæddust í Marokkó í Hollandi.

Frelsisflokkurinn berst harkalega gegn komu innflytjenda til Hollands og Evrópusamvinnu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×