Erlent

WikiLeaks birta símtöl til Demókrataflokksins

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Debbie Wasserman Schultzá blaðamannafundi fyrir utan höfuðstöðvar Demókrataflokksins árið 2010.
Debbie Wasserman Schultzá blaðamannafundi fyrir utan höfuðstöðvar Demókrataflokksins árið 2010. Vísir/Getty
29 upptökur af símsvara landsnefndar Demókrataflokksins hafa verið birtar á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Svo virðist sem upptökurnar séu aðallega af fólki að reyna að komast í samband við flokksstjórn demókrata.

Í einni af upptökunum má heyra konu, sem styrkti Clinton um 300 dollara, hringja í Andrew Wright, fjármálastjóra flokksins og kvarta yfir því að aðgerðarsinnanum Cornel West hafi verið boðið eitt af fimmtán sætum í stefnumótunarnefnd flokksins. Sú hafði áhyggjur af þeim áhrifum sem flokkurinn virtist vera að veita Bernie Sanders. Þetta kemur fram á vef CNN.

Upptökurnar koma í kjölfar stærri leka tölvupósta þar sem kom í ljós að flokksstjórn Demókrataflokksins hafði unnið að því að tryggja Clinton tilnefninguna. Sá leki leiddi að lokum til afsagnar Debbie Wasserman Schultz, formanns flokksins.

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, sagði í viðtali í síðasta mánuði að Clinton yrði til trafala fyrir frjálsa fjölmiðla, yrði hún forseti Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Formaður Demókrata segir af sér

Tölvupóstar láku þar sem fram kemur að forsvarsmenn flokksins virðast hafa reynt að bregða fæti fyrir Bernie Sanders.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×