Enski boltinn

Wijnaldum meiddist og missir af leiknum gegn United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Georginio Wijnaldum gengur meiddur af velli í gærkvöldi.
Georginio Wijnaldum gengur meiddur af velli í gærkvöldi. vísir/getty
Georginio Wijnaldum, miðjumaður Liverpool, tognaði aftan í læri í 1-0 tapi hollenska landsliðsins gegn Frakklandi í undankeppni HM 2018 í gærkvöldi.

Wijnaldum, sem kom til Liverpool frá Newcastle í sumar, féll til jarðar og hélt um lærið um miðjan seinni hálfleikinn en Bas Dost var skipt inn á fyrir hann.

Sjá einnig:Negla frá Pogba tryggði Frökkum öll stigin í kvöld | Sjáðu mörkin

Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool sem mætir Manchester United í stórleik áttundu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudagskvöldið.

Wijnaldum hefur farið vel af stað með Liverpool en hann er búinn að spila vel á miðjunni og leggja upp tvö mörk í fyrstu sjö leikjum liðsins í úrvalsdeildinni.

Búist er við að Liverpool verði án Wijnaldum í nokkrar vikur á meðan hann jafnar sig af meiðslum sínum.

Paul Pogba skoraði eina mark leiksins í gærkvöldi þegar silfurliðið frá EM vann Holland í stórveldaslag, 1-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×