FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

White býđur Mayweather og McGregor tćplega ţrjá milljarđa fyrir ađ berjast

 
Sport
22:00 14. JANÚAR 2017
Dana White á nóg af peningum til ađ bjóđa.
Dana White á nóg af peningum til ađ bjóđa.

Dana White, forseti UFC, vill bjóða Floyd Mayweather og Conor McGregor 25 milljónir dollara á mann fyrir að berjast á móti hvor öðrum. UFC og bardagakapparnir myndu síðan skipta með sér sjónvarpstekjunum. Þeir myndu því fá um 2,9 milljarða íslenskra króna.
Fyrr í vikunni bauð Mayweather írsku MMA-ofurstjörnunni að mæta sér í hnefaleikahringnum og lofaði honum um tvo milljarða íslenskra króna fyrir.

Þettta sagði Mayweather sjálfur frá í viðtali í þætti á íþróttasjónvarpsstöðinni ESPN. Hann sagði að hnefaleikabardagi við írska vélbyssukjaftinn væri það eina sem gæti lokkað hann til að taka fram hanskana aftur en Mayweather hætti fyrir tveimur árum ósigraður eftir 49 bardaga.

„Ég er eini maðurinn sem get í raun komið með eitthvað alvöru tilboð,“ segir Dana White við fjölmiðla ytra.

„Við munum borga þeim báðum 25 milljónir dollara og ræðum síðar um skiptingu sjónvarpstekna.“


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / White býđur Mayweather og McGregor tćplega ţrjá milljarđa fyrir ađ berjast
Fara efst