Lífið

Whedon safnaði saman haug af frægu fólki til að berjast gegn Trump

Atli ísleifsson skrifar
Rosalega frægt fólk.
Rosalega frægt fólk.
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Joss Whedon safnaði saman haug af frægu fólki til að taka upp myndband til að berjast gegn Donald Trump og tilraun hans til að gerast forseti Bandaríkjanna.

Myndbandið er hið skemmtilegasta þar sem meðal annars má sjá Hollywood-leikarana Robert Downey Jr., Scarlett Johansson, Mark Ruffalo, Julianne Moore, Don Cheadle, James Franco, Yvette Nicole Brown, Martin Sheen og fjölda annarra sem minna fólk á mikilvægi þess að skrá sig og mæta á kjörstað.

„Það er bara hægt að koma svona mörgum frægum saman er málefið er slíkt að það skiptir okkur öll máli,“ segir einhver hinna frægu í myndbandinu. „Sjúkdómur, umhverfisslys eða kynþáttahatandi, fantalegur heigull sem gæti varanlega skemmt samfélag okkar.“

Í samtali við Buzzfeed segit Whedon ekki hafa átt í vandræðum með að fá leikarana til liðs við sig. Sagði hann það mikilvægt að fá fólk til að kjósa og stöðva „appelsínugula Prúðuleikara-Hitler“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×