Lífið

Westworld frumsýndur eftir miðnætti á sunnudaginn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stöð 2 frumsýnir þáttinn Westworld klukkan eitt eftir miðnætti á sunnudaginn. Þátturinn er svo endursýndur kl. 21.25 á mánudaginn.

Um er að ræða hörkuspennandi þáttaröð úr smiðju J.J. Abrams og Jonathan Nolan sem byggð er á bók Michael Crichton.

Þættirnir gerast í fullorðins skemmtigarði sem gengur út á að vélmenni sem líkjast mönnum, sinna öllum þörfum gesta garðsins. Fljótlega kemur í ljós galli í vélmennunum sem hefur ógnvænlegar afleiðingar. Með aðalhlutverk fara Anthony Hopkins, Ed Harris, James Marsden og Thandie Newton.

Nýjasti stóri þátturinn úr smiðju HBO og hefst þáttaröðin á sunnudaginn en hér að ofan má sjá snýnishorn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×