Körfubolti

Westbrook með 17. þrennuna í sigri | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Westbrook setti niður sjö þriggja stiga körfur gegn Denver.
Westbrook setti niður sjö þriggja stiga körfur gegn Denver. vísir/getty
Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder bar sigurorð af Denver Nuggets á heimavelli, 121-106.

Þetta var í 17. sinn á tímabilinu sem Westbrook er með þrennu í leik. Hann skoraði 32 stig í nótt, tók 17 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Boston Celtics er á góðu skriði og í nótt vann liðið fjórða leikinn í röð þegar New Orleans Pelicans kom í heimsókn. Lokatölur 117-108, Boston í vil.

Isiah Thomas fór fyrir Boston-liðinu með 38 stig. Marcus Smart nýtti tækifærið sem hann fékk í byrjunarliðinu vel og skoraði 22 stig og gaf sex stoðsendingar.

Anthony Davis var sem fyrr atkvæðamestur í liði New Orleans. Hann gerði 36 stig og tók 15 fráköst.

Nýliðinn Davis Bertrand skoraði 21 stig þegar San Antonio Spurs vann Charlotte Hornets á heimavelli, 102-85.

Bertrand hafði áður mest skorað 15 stig í einum leik fyrir San Antonio. Hann stimplaði sig vel inn í gær og setti niður fjóra þrista í fimm tilraunum.

Úrslitin í nótt:

Oklahoma 121-106 Denver

Boston 117-108 New Orleans

San Antonio 102-85 Charlotte

Indiana 123-109 NY Knicks

Chicago 123-118 Toronto

Minnesota 92-94 Utah

Dallas 82-97 Atlanta

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×