Körfubolti

Westbrook hreppti hnossið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Russell Westbrook.
Russell Westbrook. Vísir/Getty
Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, var útnefndur verðmætasti [MVP] leikmaður NBA-deildarinnar á verðlaunahátíð sem fór fram í nótt.

Hinn 28 ára gamli leikstjórnandi varð aðeins annar maður í sögunni til að vera með þrefalda tvennu í meðaltölum sínum yfir tímabilið en hann var með 31,6 stig, 10,7 fráköst og 10,4 stoðsendingar að meðaltali í vetur.

Robertson náði 42 þreföldum tvennum á nýliðnu tímabili og bætti þar með met Oscar Robertsson um eina þrefalda tvennu en auk þessa bætti Westbrook met þegar hann skoraði 57 stig, tók þrettán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í einum og sama leiknum.

Westbrook tileinkaði liðsfélögum sínum verðlaunin þegar hann tók við viðurkenningu sinni. Hann fékk alls 69 af 101 atkvæði í fyrsta sæti en aðrir sem fengu atkvæði voru James Harden (22), Kawhi Leonard (9) og LeBron James (1).

Westbrook fékk mun stærra hlutverk í liði Oklahoma City en áður eftir að Kevin Durant fór frá liðinu til Golden State Warriors. Durant varð meistari með Warriors í vor og var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×