FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 06:00

Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu

VIĐSKIPTI

Westbrook á ekki skiliđ ađ vera valinn bestur

 
Körfubolti
17:30 06. MARS 2017
Westbrook er líklega miđur sín yfir orđum Cuban. Eđa hvađ?
Westbrook er líklega miđur sín yfir orđum Cuban. Eđa hvađ? VÍSIR/GETTY

Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, er að eiga einstakt tímabil í NBA-deildinni en hann er samt ekki að ná því að heilla Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks.

Cuban segir að Westbrook eigi ekki skilið að vera valinn bestur í deildinni nema lið hans vinni 50 leiki á tímabilinu og að Thunder vinni að minnsta kosti eina umferð í úrslitakeppninni.

Westbrook hefur spilað ótrúlega í vetur. Er kominn með 30 þrefaldar tvennur og er að elta met Oscar Robertson sem náði 41 á einu tímabili.

Westbrook er stigahæstur í deildinni með 31,7 stig að meðaltali og er líka með 10,1 stoðsendingu og 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Fáranlegar tölur.

En það er ekki nóg fyrir Cuban. Hann vill meira og segir að valið standi á milli þeirra James Harden og LeBron James að sínu mati.

Thunder er 35-28 þegar 19 leikir eru eftir af tímabilinu.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Westbrook á ekki skiliđ ađ vera valinn bestur
Fara efst