Enski boltinn

West Ham skelli Englandsmeisturunum | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
West Ham í miklu stuði
West Ham í miklu stuði vísir/getty
West Ham styrkti stöðu sína í fjórða sæti ensk úrvalsdeildarinnar með því að leggja Englandsmeistara Manchester City 2-1 á heimavelli í hádegisleik dagsins.

West Ham hefur byrjað tímabilið frábærlega og sýndi að það er engin tilviljun þegar Morgan Amalfitano kom liðinu verðskuldað yfir á 21. mínútu eftir frábæran undirbúning Enner Valencia.

Staðan í hálfleik var 1-0 og þrátt fyrir þunga sókn gestanna komst West Ham í 2-0 þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Diafra Sakho skoraði þá með skalla eftir frábæra fyrirgjöf Aaron Cresswell.

David Silva minnkaði muninn tveimur mínútum síðar en það dugði ekki til og West Ham komið með 16 stig í 9 leikjum, stigi minna en City sem er í öðru sæti deildarinnar.

Morgan Amalfitano kemur West Ham United yfir: Agüero: Einn af þessum dögum? Diafra Sakho kemur West Ham í 2-0: David Silva minnkar muninn:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×