Enski boltinn

West Ham rúllaði yfir Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Manuel Lanzini
Manuel Lanzini vísir/getty
West Ham United vann góðan sigur á Liverpool, 3-0, í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. 

Manuel Lanzini kom West Ham yfir strax á þriðju mínútu leiksins og byrjaði leikurinn með látum. 

Þegar um hálftími var liðinn af leiknum skoraði síðan fyrirliðinn Mark Noble annað mark gestanna og staðan orðin 2-0. 

Philippe Coutinho, leikmaður Liverpool, fékk sitt annað gula spjald í upphafi síðari hálfleiks og fauk því útaf með rautt. Bæði spjöldin nokkuð ódýr en Kevin Friend rak hann samt sem áður útaf. 

Mark Noble fékk beint rautt spjald tíu mínútum fyrir leikslok og voru þá bæði lið með tíu menn innanborðs út leikinn. 

Diafra Sakho skoraði síðan síðasta mark leiksins í uppbótatíma og fullkomnaði góðan leik West Ham. 

Honum lauk með frábærum sigri West Ham sem er með sex stig í deildinni, aðeins einu stigi á eftir Liverpool sem er með sjö. 

Manuel Lanzini kemur West Ham 1-0 yfir



Mark Noble kemur West Ham 2-0 yfir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×