Enski boltinn

West Ham reynir við aðalmarkaskorara AC Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bacca var þriðji markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Bacca var þriðji markahæsti leikmaður ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. vísir/getty
AC Milan hafnaði nýverið tilboði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United í Carlos Bacca. Þetta segir umboðsmaður kólumbíska framherjans.

Milan náði ekki Evrópusæti á nýafstöðnu tímabili en Bacca hefur metnað til að spila í Evrópukeppni að sögn umboðsmannsins.

Það getur West Ham boðið Bacca en liðið endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildinni í vetur og tekur þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Bacca, sem er 29 ára, kom til Milan frá Sevilla síðasta sumar og skoraði 20 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá ítalska liðinu.

Bacca verður væntanlega í eldlínunni í nótt þegar Kólumbía mætir Bandaríkjunum í opnunarleik Copa America.

Leikur Kólumbíu og Bandaríkjanna hefst klukkan 01:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×