Enski boltinn

West Ham heldur krísufund með Bilic

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bilic er bugaður en ekki brotinn.
Bilic er bugaður en ekki brotinn. vísir/getty
Það er orðið sjóðheitt undir stjóra West Ham, Slaven Bilic, og stjórn félagsins hefur boðað hann á krísufund í dag.

West Ham var niðurlægt á heimavelli gegn Arsenal í gær er Skytturnar unnu stórsigur, 1-5. Gengið hefur verið lélegt í vetur en þetta risatap undirstrikaði að lið West Ham er í stórkostlegum vandræðum. Liðið er aðeins einu stig fyrir ofan fallsæti.

Bilic er baráttumaður og hefur lofað því að berjast svo lengi sem hann fái tækifæri til þess.

„Ég er mjög bjartsýnn. Ég gefst aldrei upp. Ég efast ekkert um að ég get snúið þessu gengi við,“ sagði Bilic.

West Ham á útileik gegn Liverpool næsta sunnudag og fari Liverpool illa með West Ham í þeim leik er ekki víst að Bilic verði stjóri félagsins mikið lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×