Enski boltinn

West Ham gæti mætt Víkingi í Evrópudeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark Noble og Stewart Downing og félagar þeirra í West Ham verða í Evrópudeildinni á næsta tímabili.
Mark Noble og Stewart Downing og félagar þeirra í West Ham verða í Evrópudeildinni á næsta tímabili. vísir/getty
West Ham United verður meðal þeirra 104 liða sem taka þátt í Evrópudeildinni á næsta tímabili en Hamrarnir unnu sér þátttökurétt í keppninni sökum háttvísi.

Sjá einnig: Allardyce hættur hjá West Ham.

Englandi var úthlutað aukasæti í Evrópudeildinni af UEFA vegna háttvísi og það sæti féll West Ham í skaut en Hamrarnir fengu aðeins 67 gul spjöld og tvö rauð í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Dregið verður í Evrópudeildinni 22. júní næstkomandi en keppni í 1. umferðinni hefst 2. júlí. West Ham er í efri styrkleikaflokknum og gæti mætt Víkingi, sem er í neðri styrkleikaflokkinum, í 1. umferðinni.

West Ham endaði í 12. sæti úrvalsdeildarinnar en eftir lokaumferðina var það gefið út að samningur knattspyrnustjórans Sams Allardyce yrði ekki endurnýjaður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×