Enski boltinn

West Ham fjölgar lögreglumönnum á vellinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Noble tuskar hér áhorfanda til í síðasta leik.
Noble tuskar hér áhorfanda til í síðasta leik. vísir/getty
Fjórir áhorfendur hlupu inn á völlinn í síðasta heimaleik West Ham og því þarf ekki að koma á óvart að félagið ætli að taka öryggisgæsluna fastari tökum í næsta leik.

Það var haldinn neyðarfundur hjá West Ham á fimmtudag þar sem farið var yfir hvað þyrfti að gera betur áður en félagið verður sett í heimaleikjabann.

Flestir stuðningsmennirnir voru að mótmæla eigendum West Ham sem þeir þola ekki. Ekki frekar en nýja heimavöllinn.Einn  þeirra fékk til að mynda harða meðferð hjá fyrirliða West Ham, Mark Noble, sem hreinlega tuskaði áhorfandann til. West Ham hefur hug á að setja þá áhorfendur sem hlupu inn á síðast í lífstíðarbann frá heimaleikjum félagsins.

Eigendur félagsins, David Sullivan og David Gold, urðu að fara í hvarf eftir að stuðningsmennirnir byrjuðu að kasta hlutum í þá. Meðal annars fékk Sullivan smápening í höfuðið.

Öryggisgæslan verður því í hámarki í næsta leik. Fleiri lögreglumenn og fleiri öryggisverðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×