Enski boltinn

West Ham bjargar utandeildarliði frá gjaldþroti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn West Ham fagna marki fyrr í vetur.
Leikmenn West Ham fagna marki fyrr í vetur. vísir/afp
West Ham ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að bjarga Dagenham & Redbridge frá gjaldþroti með því að spila æfingarleik við þá í næsta mánuði.

Dagenham & Redbridge eru í miklum peningavandræðum og munu spila við West Ham þann 21. mars, en allur ágóði leiksins rennur til utandeildarliðsins sem berst í bökkum.

West Ham spilar ekki í þrjár vikur í mars vegna landsleikjahlés og frestunar, en David Moyes, stjóri West Ham, segir að hann muni senda eins marga leikmenn aðalliðsins og hann treystir sér til.

„Um leið og við heyrðum af fjárhagsvandræðunum þá hikuðu ég og Moyes ekki við að hafa samband um að veita nágrönnum okkar fjárhagaðstoð,2 sagði David Sullivan, formaður West Ham og bætti við að Hamrarnir hefðu notið góðs af sambandi sínu við utandeildarliðið.

„Risa þakklæti til West Ham fyrir að koma hingað 21. mars. Stuðningurinn sem við fengum frá Sullivan og Moyes er afar vel metinn. Þetta mun bjarga félaginu og ég hefði ekki getað beðið um meira,” sagði Paul Gwinn, formaður utandeildarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×