Enski boltinn

West Ham ætlar að reyna aftur við Gylfa Þór í sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er eftirsóttur.
Gylfi Þór Sigurðsson er eftirsóttur. vísir/getty
West Ham ætlar að gera aðra tilraun til að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea en þetta kemur fram á vefsíðu enska götublaðsins Daily Mirror.

Hamrarnir gerðu tilraun til að kaupa íslenska landsliðsmanninn af Swansea í janúar en velska liðið stóð fast á sínu auk þess sem Hafnfirðingurinn vildi ekki fara í janúar heldur bjarga Swansea frá falli.

Gylfi Þór átti að koma í stað Frakkans Dmitri Payet sem fór til Marseille í janúar en ekkert varð úr tilboði West Ham þar sem Swansea hafði eðlilega engan áhuga á að selja sinn langbesta mann.

West Ham er nú sagt ætla að gera Swansea annað tilboð í Gylfa Þór sem er búinn að skora níu mörk á leiktíðinni og leggja upp önnur ellefu en hann er stoðsendingahæstur í deildinni.

Talið er að West Ham fái væna samkeppni frá Everton sem virðist staðráðið í að landa Gylfa í sumar en Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton, er mikill aðdáandi Gylfa Þórs.


Tengdar fréttir

Tveir grjótharðir saman á mynd

Landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, lét sig ekki vanta þegar Gunnar Nelson barðist í London í gær.

Annað tilboð í Gylfa í bígerð?

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er enn á ný orðaður við Everton í enskum fjölmiðlum og það fer ekkert á milli mála að hann er í framtíðarplönum knattspyrnustjórana Ronald Koeman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×