Enski boltinn

West Brom bætir við sig markverði frá Manchester United

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lindegaard á undirbúningstímabilinu í sumar.
Lindegaard á undirbúningstímabilinu í sumar. Vísir/getty
Danski markvörðurinn Anders Lindegaard, gekk í gær til liðs við West Bromwich Albion frá Manchester United eftir fimm ár í herbúðum enska stórveldisins. Lék Lindegaard aðeins 19 leiki fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á árunum fimm.

Lindegaard sem er 31 árs gamall kemur til West Brom á frjálsri sölu en hann var varaskeifa lengst um hjá Manchester United. Var hann á eftir hinum hollenska Edwin van der Sar og síðar hinum spænska David De Gea í goggunarröðuninni.

Er hann annar markvörðurinn sem gengur til liðs við West Brom frá Manchester United í von um fleiri tækifæri en hann mun keppast við Ben Foster, fyrrverandi markvörð Manchester United, um sæti í byrjunarliði West Brom, þegar Foster nær sér af meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×