Enski boltinn

Wenger vill jafntefli hjá City og Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Olivier Giroud fagnar marki sínu fyrir Arsenal á móti Manchester City.
Olivier Giroud fagnar marki sínu fyrir Arsenal á móti Manchester City. Vísir/Getty
Chelsea tekur á móti Manchester City í morgun í uppgjöri tveggja efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni og Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal var spurður út í leikinn á blaðamannafundi í dag.

Chelsea er með fimm stiga forskot á Manchester City en Arsenal er síðan í fimmta sætinu, þrettán stigum frá toppsætinu.

„Þegar tvö af stóru liðunum mætast þá vill maður alltaf fá jafntefli. Oftast verður manni líka að ósk sinni," sagði Arsene Wenger.

„Ég tel að jafntefli væru ásættanleg úrslit fyrir Manchester City því það myndi halda liðinu inn í titilbaráttunni," sagði Wenger en Arsenal vann 2-0 sigur á Manchester City á dögum sem voru úrslit sem hjálpuðu Chelsea.

„Það ennþá mikið eftir af mótinu og þeir eru enn bara fimm stigum á eftir Chelsea. Það yrði hinsvegar mun erfiðara í framhaldinu ef munurinn væri orðinn átta stig," sagði Wenger.

Arsenal-liðið hefur unnið fjóra síðustu leiki sína, tvo í deildinni og tvo í bikarnum.

Leikur Chelsea og Manchester City fer fram á Stamford Bridge á morgun og hefst klukkan 17.30 en hann verður í beinni á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×