Enski boltinn

Wenger um mótmæli stuðningsmanna: Mér er alveg sama

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wenger á hliðarlínunni í gær.
Wenger á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty
Arsene Wenger þurfti enn og aftur að svara spurningum um framtíð sína hjá Arsenal eftir að stuðningsmenn mættu á leik liðsins gegn Hull í bikarnum í gær með borða sem á stóð:

„Arsene, takk fyrir minningarnar en nú er tímabært að kveðja.“

Sjá einnig: Bálreiður stuðningsmaður Arsenal tók kastið á Wenger: „Kominn fram yfir síðasta söludag“

Arsenal hefur gefið eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn síðustu vikurnar og unnið aðeins tvo af síðustu níu leikjum sínum í deildinni. Liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Leicester.

Arsenal vann öruggan sigur á Hull í gær, 4-0, og á Wenger því möguleika á að vinna bikarinn með Arsenal þriðja árið í röð og sjöunda sinn alls.

„Mér finnst vonbrigðin engin. Ég sinni minni vinnu. Skoðið sögu félagsins frá upphafi og þið sjáið að ég hef ekkert til að óttast,“ sagði Wenger eftir leikinn í gær.

Sjá einnig: Wenger þreyttur á gagnrýni: Ég vinn og vinn og vinn og vinn

„Mér er alveg sama. Ég vil ekki ræða þetta því þetta er alltaf sama sagan. Ef þið hafið einhverjar spurningar um þetta spyrjið þá einhverja aðra. Vitið þið um einhvern sem hefur unnið bikarinn oftar en ég?“

„Við dæmum tímabilið að því loknu og það kemur mér á óvart hversu margir eru nú þegar búnir að leggja dóm sinn á þetta tímabil. Við höfum ekki gefist upp og það munið þið sjá á næstu vikum. Félagið hefur oft verið í mun verri stöðu en þessari.“

Meiðsli mikilvægra leikmanna skyggði á sigurinn í gær en Aaron Ramsey, Gabriel, Per Mertesacker og Nacho Monreal voru allir laskaðir eftir leikinn í gær.


Tengdar fréttir

Wenger situr á gulli

Arsenal á digrari sjóði en Manchester United, Real Madrid, Bayern München og Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×