Enski boltinn

Wenger stýrir Arsenal í 100. sinn í enska bikarnum á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wenger hefur unnið ensku bikarkeppnina sex sinnum.
Wenger hefur unnið ensku bikarkeppnina sex sinnum. vísir/getty
Arsenal tekur á móti Hull City í fyrsta leik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar í hádeginu á morgun.

Arsenal hefur unnið bikarinn undanfarin tvö ár og hrósað sigri í 14 bikarleikjum í röð. Þessi sigurganga hófst þegar Skytturnar báru sigurorð af erkifjendum sínum í Tottenham, 2-0, 4. janúar 2014.

Inni í þessari sigurgöngu eru tveir sigrar á Hull en Arsenal vann Tígrana í úrslitaleiknum 2014 og í 3. umferðinni í fyrra.

Leikurinn á morgun er jafnframt 100. bikarleikur Arsenal undir stjórn Arsene Wenger en Frakkinn hefur stýrt Lundúnaliðinu frá 1996.

Wenger hefur unnið ensku bikarkeppnina sex sinnum, jafn oft og George Ramsey gerði sem stjóri Aston Villa á árunum 1887-1920.

Wenger hefur alls komið Arsenal í sjö úrslitaleiki en aðeins þeirra hefur tapast; gegn Liverpool 2001.

Árangur Arsenal undir Arsene Wenger í ensku bikarkeppninni:

99 leikir:

71 sigrar (5 eftir vítakeppni)

15 jafntefli

13 töp (1 eftir vítakeppni)

Wenger getur orðið fyrsti stjórinn í sögunni til að vinna bikarinn sjö sinnum.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×