Enski boltinn

Wenger situr á gulli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsene Wenger og Arsenal-menn eiga nóg af seðlum.
Arsene Wenger og Arsenal-menn eiga nóg af seðlum. vísir/getty
Fjármál enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal eru vægast sagt í góðum málum samkvæmt síðustu fjármálaskýrslu sem félagið gaf út á dögunum, en þar er gert upp sex mánaða tímabil frá júní til nóvember á síðasta ári.

Svissneska fótboltavefsíðan Swiss Ramble, sem sérhæfir sig í skrifum um fjármál í fótboltaheiminum, er með mikla og ríkulega úttekt á þessari skýrslu Skyttanna.

Samkvæmt nýjustu tölum er lausafjárstaða Arsenal gríðarlega sterk. Félagið á 159 milljónir punda eða 29 milljarða króna og er búist við að sú tala hækki á næstu mánuðum upp í 225-250 milljónir punda eða 40-45 milljarða króna.

Þetta þýðir, samkvæmt úttekt Swiss Ramble, að Arsenal hefur meira fé á milli handanna en Manchester United (156 milljónir punda), Real Madrid (84 milljónir punda), Bayern München (78 milljónir punda) og Barcelona (58 milljónir punda).

Ekki getur allur þessi peningur getur farið í leikmannakaup, samvæmt úttektinni, en stór hluti engu að síður

Arsenal átti svo sannarlega efni á Alexis Sánchez.vísir/getty
Litlu eytt núna

Fjárhagsstaða Arsenal hefur verið svo góð að undanfarin misseri að í lok tímabilsins 2013/2014 átti Arsenal 40 prósent af öllu eigin fé í ensku úrvalsdeildinni.

Það útskýrir að einhverju leyti hvers vegna Wenger skellti sér á leikmannamarkaðinn og keypti Alexis Sánchez fyrir 35 milljónir punda eða sex milljarða íslenskra króna, ári eftir að borga 7,7 milljarða fyrir Mesut Özil. Arsenal hafði einfaldlega efni á því og rúmlega það.

Arsenal er ekki bara að moka inn milljónunum því á þessu sex mánaða tímabili voru vitaskuld einhver útgjöld. Skytturnar létu af hendi 69 milljónir punda, þar af fóru tíu milljónir í uppbyggingu og fimm milljónir fóru í skattagreiðslur, svo dæmi séu tekin.

Þrátt fyrir þessa gríðarlega sterku fjárhagsstöðu var Arsene Wenger verið tiltölulega rólegur á félagaskiptamarkaðnum fyrir yfirstandandi leiktíð og aftur í janúarglugganum.

Arsenal eyddi tíu milljónum punda í Petr Cech síðasta sumar og keypti svo egypska miðjumanninn Mohamed Elneny frá Basel í janúar fyrir tæpar átta milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×