Enski boltinn

Wenger mun ekki hætta í þjálfun þó svo hann verði rekinn frá Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Starfslok eru ekki í myndinni hjá Wenger.
Starfslok eru ekki í myndinni hjá Wenger. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir það alveg vera klárt að hann verði þjálfari næsta vetur þó svo það þurfi að vera hjá öðru félagi en Arsenal.

Hinn 67 ára gamli Wenger er valtur í sessi hjá Arsenal eftir rúmlega 20 ára setu. Félagið hefur gefið út að ákvörðun verði tekin um hans framhald í lok tímabilsins.

Eftir 5-1 tapið gegn Bayern í Meistaradeildinni eru margir stuðningsmenn félagsins búnir að fá nóg af Wenger og vilja hann burt frá félaginu. Hann komi liðinu einfaldlega ekki upp að hlið allra bestu liðanna.

„Sama hvað gerist þá mun ég verða þjálfari á næsta tímabili. Sama hvort sem það er hér eða annars staðar,“ sagði Wenger en samningur hans við Arsenal rennur út eftir tímabilið.

„Ég er vanur gagnrýninni. Ég tel það vera mikilvægt í lífinu að fara eftir eigin sannfæringu. Ég er í opinberu starfi og verð að sætta mig við það en ég verð að haga mér eins og ég tel vera rétt.“


Tengdar fréttir

Martröð Arsenal-liðsins í tölum

Arsenal er enn einu sinni á leiðinni út úr Meistaradeildinni í sextán liða úrslitum en það er nokkuð ljóst þótt að liðið eigi enn eftir heimaleikinn sinn.

Ancelotti: Wenger þolir alveg smá gagnrýni

Carlo Ancelotti segist bera mikla virðingu fyrir Arsene Wenger en þeir félagar mætast með lið sín í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Wenger: Erfitt að útskýra þetta

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsene Wenger, var að vonum daufur í dálkinn eftir að hans menn voru kjöldregnir af Bayern München á Allianz Arena í kvöld.

Framtíð Wengers skýrist í lok tímabilsins

Margir stuðningsmenn Arsenal eru reiðir eftir að liðið var flengt af Bayern í Meistaradeildinni í gær og vilja stjórann, Arsene Wenger, burt frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×