Enski boltinn

Wenger líklega á leiðinni í langt bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Moss dómari sendir Arsene Wenger upp í stúku.
Jonathan Moss dómari sendir Arsene Wenger upp í stúku. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er mögulega á leiðinni í langt fyrir framkomu sína á lokamínútunum í leik Arsenal og Burnley.

Wenger missti algjörlega stjórn á sér þegar Burnley fékk vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins og jafnaði þar með leikinn í 1-1.

Wenger gerðist þá sekur um að ýta fjórða dómaranum Anthony Taylor og var sendur upp í stúku. Það verður örugglegi tekið hart á því að Wenger hafi lagt hendur á einn dómara leiksins.

Graham Poll, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, heimtar langt bann á Arsene Wenger í pistli sínum í Daily Mail þar sem hann segir franska knattspyrnustjórann hafi gengið berserksgang á hliðarlínunni.

Liðsmenn Arsenal tókst að snúa vörn í sókn og tryggja sér sigur á áttundu mínútu í uppbótartíma en markið skoraði Sílemaðurinn Alexis Sanchez úr vítaspyrnu.

Liðsmenn Arsenal voru búnir að vera tíu á móti ellefu á vellinum síðan að Granit Xhaka fékk rauða spjaldið á 65. mínútu leiksins.

Arsene Wenger hefur einkar duglegur að gagnrýna dómara að undanförnu og þótti greinilega mikið á sér brotið þegar Arsenal fékk dæma á sig vítaspyrnuna.

Wenger baðst afsökunar á hegðun sinni eftir leikinn og eftir að öll þrjú stigin voru í höfn en það er ólíklegt að það bjargi honum frá banni.  Ensku blöðin fjalla öll um málið í morgun og það verður tekið fyrir hjá aganefnd enska sambandsins á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×