Enski boltinn

Wenger kærður af enska knattspyrnusambandinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jonathan Moss vísar Wenger upp í stúku.
Jonathan Moss vísar Wenger upp í stúku. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur kært Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, vegna framkomu hans í leiknum gegn Burnley í gær.

Wenger missti stjórn á skapi sínu þegar Burnley fékk vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Wenger stjakaði við fjórða dómaranum Anthony Taylor og var sendur upp í stúku.

Andre Gray skoraði úr vítinu og jafnaði metin í 1-1. Dramatíkinni var þó ekki lokið því Arsenal fékk víti þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Alexis Sánchez fór á punktinn, skoraði af öryggi og tryggði Arsenal stigin þrjú.

Eftir leikinn baðst Wenger afsökunar og sagðist sjá eftir öllu. Frakkinn hefur til fimmtudags til að svara kærunni.


Tengdar fréttir

Wenger líklega á leiðinni í langt bann

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er mögulega á leiðinni í langt fyrir framkomu sína á lokamínútunum í leik Arsenal og Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×