Enski boltinn

Wenger hefur áhyggjur af meiðslum Coquelin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Coquelin  var mjög svekktur þegar hann fór af velli.
Coquelin var mjög svekktur þegar hann fór af velli. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist hafa áhyggjur af því að Francis Coquelin verði lengi frá vegna meiðslanna sem hann hlaut á Emirates-vellinum gegn Chelsea í gær.

Arsenal vann frábæran sigur á Chelsea, 3-0, en Coquelin varð að fara af velli á 36. mínútu eftir að hafa reynt í nokkrar mínútur að spila áfram. Wenger óttast að hann verði jafn lengi frá keppni og á síðasta tímabili þegar hann var meiddur í tvo mánuði.

„Hann meiddist á hné og á nákvæmlega sama stað og á síðasta tímabili,“ segir Wenger.

„Við höfum ekki fengið neitt staðfest en þetta lítur ekki nægilega vel út. Coquelin varð að yfirgefa völlinn á hækjum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×