Enski boltinn

Wenger búinn að ákveða framtíð sína hjá Arsenal

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arsenal tapaði 3-1 fyrir West Brom í ensku úrvalsdeildnni í gær og fékk Arsene Wenger það óþvegið frá stuðningsmönnum Arsenal fyrir, á meðan leik stóð og eftir leik.

Margir stuðningsmenn Arsenal vilja að hann hætti með félagið í lok tímabils og leigðu einhverjir þeirra flugvél sem flaug með borða með skilaboðunum; engan samning. Wenger út.

Annar hópur stuðningsmanna leigði aðra flugvél sem sýndi allt önnur skilaboð eða; við treystum Arsene. Virðum Arsene Wenger.

Wenger hefur verið sagður í samningaviðræðum við eigendur Arsenal en slakur árangur liðsins að undanförnu þar sem liðið hefur fallið úr Meistaradeildinni með skömm og er ekki í Meistaradeildarsæti í deildinni þegar langt er liðið á tímabilið, hefur aukið pressuna á honum og sífellt stærri hópur stuðningsmanna liðsins segja nú sé komið gott.

Þessi umræða hefur ekki farið framhjá Wenger og sagði hann á blaðamannafundi eftir leikinn í gær að hann sé búinn að ákveða hvað hann geri að loknu tímabilinu.

„Ég veit hvað ég geri í minni nánustu framtíð. Þið fáið að vita það fljótt,“ sagði Wenger á blaðamannafundinum.

„Við höfum ekki sérstakar áhyggjur af því. Við erum að fara í gegnum verri kafla en við höfum áður gert síðustu 20 árin og það skiptir miklu máli fyrir mína framíð.“

Arsenal hefur tapað fjórum af síðustu deildarleikjum sínum. Það gerðist síðast í apríl 1995. Þá var Stewart Houston knattspyrnustjóri liðsins. Wenger tók við liðinu í september 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×