Enski boltinn

Wenger ánægður með tveggja marka manninn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lucas er kominn á blað með Arsenal.
Lucas er kominn á blað með Arsenal. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með frammistöðu spænska framherjans Lucas Pérez í 0-4 sigri liðsins á Nottingham Forest í 3. umferð enska deildarbikarsins í gær.

Lucas, sem var keyptur fyrir um 17 milljónir punda frá Deportivo La Coruna undir lok síðasta mánaðar, skoraði tvö mörk gegn Forest og lagði upp eitt til viðbótar.

„Hann sýndi það sem ég bjóst við af honum,“ sagði Wenger eftir leikinn á City Ground.

„Hann hefur sýnt að hann er duglegur og getur skorað mörk en hann er einnig liðsmaður, eins og sást í markinu sem [Alex] Oxlade-Chamberlain skoraði. Hann átti stóran þátt í því. Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans.“

Hinn 28 ára gamli Lucas hefur leikið þrjá leiki með Arsenal en mörkin tvö sem hann gerði í gær voru hans fyrstu fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×